Myndlistaskólinn á Akureyri - endurnýjun samnings 2010

Málsnúmer 2010100045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3242. fundur - 21.10.2010

Erindi dags. 7. október 2010 frá Helga Vilberg skólastjóra Myndlistaskólans á Akureyri f.h. skólanefndar Myndlistaskólans þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings um rekstur skólans.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3254. fundur - 16.12.2010

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á fundi sínum þann 21. október sl.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Myndlistaskólann á Akureyri um 6 milljónir króna fyrir haustönn 2010 og er þá heildarstyrkur ársins orðinn samtals 18 milljónir króna.