Staða námsstyrkjasjóðanna

Málsnúmer 2010120025

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 1. fundur - 03.12.2010

Staða námsstyrkjasjóða sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar og embættismanna rædd.

Formanni fræðslunefndar var falið að óska eftir upplýsingum um framtíð sjóðanna.

Bæjarráð - 3258. fundur - 27.01.2011

Erindi dags. 6. desember 2010 frá formanni fræðslunefndar Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir upplýsingum um framtíð námsstyrkjasjóða embættismanna og sérmenntaðra starfsmanna.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vekur athygli á að ekki er gert ráð fyrir fjármunum í þennan málaflokk í fjárhagsáætlun 2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og kjarasamninganefnd áframhaldandi vinnslu málsins.

Fræðslunefnd - 1. fundur - 04.03.2011

Fjallað um skipun tveggja nefnda, að beiðni bæjarstjóra, annars vegar til að ræða um námsstyrkjasjóð embættismanna og hins vegar námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna.
Nefnd um fjármögnun námsstyrkjasjóðs embættismanna fundar með bæjarstjóra, en nefnd um fjármögnun námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna með kjarasamninganefnd.

Skipað var í tvær nefndir:

Nefnd um fjármögnun námsstyrkjasjóðs embættismanna skipa Inga Þöll Þórgnýsdóttir, Katrín Björg Ríkarðsdóttir og Gunnar Gíslason.

Nefnd um fjármögnun námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna skipa Friðný Sigurðardóttir, Leifur Kristján Þorsteinsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir.

Kjarasamninganefnd - 2. fundur - 18.03.2011

Fræðslunefnd skipaði að ósk bæjarstjóra viðræðuhóp til viðræðna við kjarasamninganefnd um fjármögnun námstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar. Viðræðuhópinn skipa Hrafnhildur Sigurðardóttir, Leifur Þorsteinsson og Friðný Sigurðardóttir og mættu þau á fund kjarasamninganefndar undir þessum lið.

Kjarasamninganefnd þakkar viðræðuhópnum komuna og gagnlegar umræður.

Kjarasamninganefnd felur formanni kjarasamninganefndar og starfsmannastjóra að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3280. fundur - 21.07.2011

Tekið fyrir að nýju áður á dagskrá bæjarráðs 27. janúar sl. en þá fól bæjarráð bæjarstjóra og kjarasamninganefnd áframhaldandi vinnslu málsins.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að taka aftur upp greiðslur í námsstyrkjasjóð embættismanna frá og með 1. ágúst nk., gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði um 3,2 milljónir króna. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Sigurður Guðmundsson A-lista gagnrýnir harðlega afgreiðsluna.

Fræðslunefnd - 2. fundur - 19.08.2011

Á fundi bæjarráðs 21. júlí 2011 var samþykkt að taka aftur upp greiðslur í námsstyrkjasjóð embættismanna frá og með 1. ágúst 2011, gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði um 3,2 milljónir króna.
Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd - 2. fundur - 19.08.2011

Nefnd um fjármögnun Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna sem skipuð var á síðasta fundi greindi frá að á fundi með kjarasamninganefnd hafi verið ákveðið að fela starfsmannastjóra og formanni kjarasamninganefndar að vinna áfram í málinu.

Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu mála frá formanni kjarasamninganefndar og starfsmannastjóra.

Kjarasamninganefnd - 4. fundur - 26.09.2011

Umræður um stöðu námstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar og fjárframlög Akureyrabæjar árið 2012. Kynnt samþykkt fræðslunefndar sem hefur í för með sér tilfærslu fjárveitingar ársins 2011 til ársins 2012.

Formaður kjarasamninganefndar hefur farið yfir tilurð sjóðsins ásamt meirihluta bæjarráðs og ákvörðun verið tekin um að ekki verði sett fjármagn til námsleyfasjóðs sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2012, þar sem sá sjóður er ekki bundinn kjarasamningum. Þar með er ljóst að það tímabundna hlé sem gert var á greiðslum til sjóðsins hefur verið lengt um eitt ár.

Bæjarráð - 3291. fundur - 06.10.2011

1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 26. september 2011:
Umræður um stöðu námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar og fjárframlög Akureyrabæjar árið 2012. Kynnt samþykkt fræðslunefndar sem hefur í för með sér tilfærslu fjárveitingar ársins 2011 til ársins 2012.
Formaður kjarasamninganefndar hefur farið yfir tilurð sjóðsins ásamt meirihluta bæjarráðs og ákvörðun verið tekin um að ekki verði sett fjármagn til námsleyfasjóðs sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2012, þar sem sá sjóður er ekki bundinn kjarasamningum. Þar með er ljóst að það tímabundna hlé sem gert var á greiðslum til sjóðsins hefur verið lengt um eitt ár.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.