Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd

Málsnúmer 2023101042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3824. fundur - 26.10.2023

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. október 2023 frá innviðaráðuneytinu um nýja reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Reglugerðin hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum. Ráðuneytið hefur jafnframt birt leiðbeiningar um framkvæmd íbúakosninga á vef sínum. Sérstök athygli er vakin á þeim breytingum sem hafa verið gerðar á framkvæmd íbúakosninga sem fram fara að frumkvæði sveitarstjórnar og ekki eru bindandi.
Bæjarráð vísar til umsagnar Akureyrarbæjar frá 29. ágúst 2023 þegar drög að reglunum voru lögð fyrir bæjarráð:


"Akureyrarbær gerir athugasemdir við eftirfarandi í drögunum:

Að ekki sé gert ráð fyrir rafrænni íbúakosningu en þarna er tilvalið tækifæri til þess að hafa rafræna kosningu með tilkomu rafrænna skilríkja eða í það minnsta að hafa slíkan valkost. Sú framkvæmd sem reglugerðin kveður á um nýtist sveitarfélögum illa nema íbúakosning fari fram samhliða öðrum kosningum, s.s. sveitarstjórnarkosningum.

Framkvæmdin sem þarna er lögð til er ekki til þess fallin að styðja við þá þróun og stefnu sem rafrænum lausnum er ætlað að skila og snúa m.a. að einfaldara aðgengi fyrir notendur, sem og hvatningu um þátttöku íbúanna. Þetta tilkynnist hér með".