Menningarsjóður Akureyrar - breytingar á samþykkt

Málsnúmer 2022100551

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3784. fundur - 20.10.2022

Lögð fram tillaga um breytingar á samþykkt um Menningarsjóð Akureyrar sem taka mið af breyttu stjórnkerfi. Jafnframt er lögð fram tillaga um breytingar á úthlutunar- og vinnureglum sjóðsins og nýjar verklagsreglur um sumarstyrki ungra listamanna.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt um Menningarsjóð Akureyrar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum er varða stjórnsýslubreytingar og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt samþykkir bæjarráð framlagðar tillögur að breytingum á úthlutunar- og vinnureglum sjóðsins sem og nýjar verklagsreglur um sumarstyrki ungra listamanna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og varða stjórnsýslubreytingar og áherslu á mannréttindi.

Bæjarstjórn - 3518. fundur - 01.11.2022

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. október 2022:

Lögð fram tillaga um breytingar á samþykkt um Menningarsjóð Akureyrar sem taka mið af breyttu stjórnkerfi. Jafnframt er lögð fram tillaga um breytingar á úthlutunar- og vinnureglum sjóðsins og nýjar verklagsreglur um sumarstyrki ungra listamanna.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt um Menningarsjóð Akureyrar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum er varða stjórnsýslubreytingar og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt samþykkir bæjarráð framlagðar tillögur að breytingum á úthlutunar- og vinnureglum sjóðsins sem og nýjar verklagsreglur um sumarstyrki ungra listamanna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og varða stjórnsýslubreytingar og áherslu á mannréttindi.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum endurskoðaða samþykkt um Menningarsjóð Akureyrar.

Bæjarráð - 3824. fundur - 26.10.2023

Lagðar fram til samþykktar breytingar á úthlutunar- og vinnureglum Menningarsjóðs Akureyrar. Breytingarnar hafa það m.a. að markmiði að sem jafnast hlutfall verði milli þeirra fjármuna sem árlega eru bundnir í samstarfssamningum og þess sem veitt er í verkefnastyrki. Jafnframt eru lagðar til breytingar á viðmiðum um fjárhæðir styrkja og einfölduð viðmið sem höfð eru til hliðsjónar við mat á umsóknum.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á úthlutunar- og vinnureglum Menningarsjóðsins.