Tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, 327. mál

Málsnúmer 2023101041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3824. fundur - 26.10.2023

Lagt fram erindi dagsett 19. október 2023 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, 327. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0334.pdf
Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu um fasta starfsstöð á Akureyri fyrir eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Að mati bæjarráðs væri þetta skynsamleg og löngu tímabær ráðstöfun til þess að tryggja betur öryggi fólks víða um land. Ekki er æskilegt að hafa allar þyrlur gæslunnar á sama svæðinu með tilliti til óveðurs, náttúruhamfara og annarra skakkafalla auk þess sem slíkt fyrirkomulag tryggir illa fullnægjandi þjónustu við fjarlægari landshluta, einkum Norður- og Austurland. Mikil tækifæri felast í tengingu við sjúkraflugið sem er staðsett á Akureyri og augljós samlegðaráhrif þegar kemur að mönnun og þjónustu við sjúkraflug og þyrlu.