Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál

Málsnúmer 2011040087

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3272. fundur - 12.05.2011

Erindi dags. 15. apríl 2011 frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál. Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 17. maí nk. Þingskjalið er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/139/s/1250.html
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fóru yfir málið.

Bæjarráð þakkar þeim Dan og Ingu Þöll yfirferðina.

Meiri hluti bæjarráðs felur þeim að senda inn athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3291. fundur - 06.10.2011

Lögð fram til kynningar nýsamþykkt sveitarstjórnarlög.

Bæjarráð felur stjórnsýslunefnd að rýna breytingar á lögunum og koma í framhaldi með tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 106. fundur - 06.10.2011

Rætt um ný sveitarstjórnarlög og áhrif þeirra á stjórnsýslu sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 30. september 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um málið.