Bæjarráð

3732. fundur 01. júlí 2021 kl. 08:15 - 09:50 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Leigulóðir - tímabundnir lóðarleigusamningar

Málsnúmer 2021062087Vakta málsnúmer

Víðir Smári Petersen lögmaður fór yfir heimildir Akureyrarbæjar vegna tímabundinna lóðarleigusamninga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Víði Smára fyrir komuna á fundinn.

2.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2021

Málsnúmer 2021061907Vakta málsnúmer

Lagður fram lánssamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Akureyrarbæjar að fjárhæð kr. 700 milljónir til fjármögnunar á framkvæmdum og endurfjármögnun afborgana eldri lána.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð samþykkir hér með á bæjarráðsfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 700.000.000,- með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarráð samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, verðbætur auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

3.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2021

Málsnúmer 2021050655Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fimm mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar. Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

4.Tjaldsvæðisreitur - breyting á deiliskipulagi vegna heilsugæslustöðvar

Málsnúmer 2021010051Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. júní 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tjaldsvæðisreits. Í tillögunni felst að afmörkuð er lóð fyrir heilsugæslu á norðvesturhluta svæðisins þar sem nú eru bílastæði. Að auki er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar, nýrri viðbyggingu við vesturhluta hótelsins, að aðkoma frá Þingvallastræti færist til vesturs auk breytinga er varða afmörkun bílastæða, gangstétta o.fl. Tillagan var auglýst 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 9. júní og barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun. Er tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna lögð fram.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og jafnframt tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst og samþykkir jafnframt tillögu að svörum við efni athugsemdar og umsagna.

5.Dalsbraut, KA svæði - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021031297Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. júní 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði KA sem auglýst var 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 9. júní. Barst ein athugasemd auk umsagnar frá Norðurorku. Þá er lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við efni athugasemdar og umsagnar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna ásamt tillögu að svörum við efni athugasemdar og umsagnar með fimm samhljóða atkvæðum.

6.Sómatún 29 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021031533Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. júní 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 29 við Sómatún sem felst í að heimilt verði að byggja 3 íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni í stað einbýlishúss á tveimur hæðum. Tillagan var auglýst 28. apríl 2021 með athugasemdafrest til 9. júní og bárust athugasemdabréf undirrituð af 29 íbúum í næsta nágrenni og umsögn frá Norðurorku. Er lögð fram tillaga að svörum við innkomnum athugasemdum og umsögn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við efni athugasemda og umsagnar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með fimm samhljóða atkvæðum og samþykkir jafnframt tillögu að svörum við efni athugasemda og umsagnar.

7.Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 2020010346Vakta málsnúmer

SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og hvetja þau til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Einar Gauta Helgason, Ingva Vaclav Alfreðsson, Jönu Salóme I. Jósepsdóttur og Klaudiu Jablonska sem fulltrúa Akureyrarbæjar á samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

Fundi slitið - kl. 09:50.