Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 2020010346

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3466. fundur - 21.01.2020

Rætt um sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024. Hilda Jana Gísladóttir kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Heimir Haraldsson.

Bæjarstjórn - 3478. fundur - 01.09.2020

Rætt um atvinnumál innan sveitarfélagsins.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem reifaði sóknaráætlunina.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Ásthildur Sturludóttir.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hvetur ríkisstjórn Íslands til að standa vörð um aðgerðaáætlun núgildandi byggðaáætlunar, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu fjölbreyttra atvinnutækifæra um land allt. Mikilvægt er að þegar störf eru flutt til höfuðborgarsvæðisins í nafni hagræðingar fylgi áætlun um mótvægisaðgerðir sem komi í veg fyrir fækkun atvinnutækifæra. Bæjarstjórn hvetur ríkisstjórnina til þess að eiga í nánu samstarfi við SSNE sem gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnuþróun og nýsköpun á Norðurlandi eystra. Þá leggur bæjarstjórn áherslu á gott samstarf og upplýsingaflæði milli kjörinna fulltrúa og starfsmanna SSNE og lýsir sig reiðubúna til þess að taka af fullum krafti þátt í því að árangur náist í sameiginlegum verkefnum í gildandi sóknaráætlun landshlutans.

Bæjarráð - 3732. fundur - 01.07.2021

SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og hvetja þau til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Einar Gauta Helgason, Ingva Vaclav Alfreðsson, Jönu Salóme I. Jósepsdóttur og Klaudiu Jablonska sem fulltrúa Akureyrarbæjar á samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.