Bæjarráð

3712. fundur 14. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:50 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2020

Málsnúmer 2020030021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 11 mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Ásthildur Sturludóttir mætti til fundar kl. 09:10.

2.Fasteignagjöld af hesthúsum

Málsnúmer 2021010279Vakta málsnúmer

Rætt um álagningu fasteignaskatts skv. 3. gr. laga nr. 4/1995.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í ljósi misræmis sem verið hefur í álagningu fasteignaskatts á hesthús og aðrar fasteignir samkvæmt a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, samþykkir bæjarráð að endurgreiða gjaldendum fasteignaskatts á hesthús, mismun á fasteignaskatti skv. a-lið og fasteignaskatti á hesthúsum með álagi, fjögur ár aftur í tímann, sbr. 8. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda nr. 150/2019.

3.Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum - kjarasamningur 2021

Málsnúmer 2020070563Vakta málsnúmer

Kynntur nýgerður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

4.Kjölur vegna tónlistarskólakennara - kjarasamningur 2021

Málsnúmer 2020090011Vakta málsnúmer

Kynntur nýgerður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu vegna tónlistarkennara.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

5.Félag íslenskra hljómlistarmanna - kjarasamningur 2021

Málsnúmer 2020120457Vakta málsnúmer

Kynntur nýgerður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag íslenskra hljómlistarmanna.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

6.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Umfjöllun um tillögur um fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar hjá starfsfólki í dagvinnu hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir hér með niðurstöður samtals um skipulag vinnutíma dagvinnufólks hjá eftirtöldum:

Samfélagssvið, FélAk

Giljaskóli

Kiðagil

Naustatjörn

Sundlaug Akureyrar

ÖA, Austurhlíð

7.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 18. nóvember 2020:

Lagðar fram til samþykktar breytingar á samþykkt um ungmennaráð.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir tillögu ungmennaráðs á samþykkt um ráðið og vísar samþykktinni til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 26. nóvember sl. og var þá frestað og vísað til bæjarlögmanns til skoðunar.
Bæjarráð vísar samþykktinni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 09:50.