Fasteignagjöld af hesthúsum

Málsnúmer 2021010279

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3712. fundur - 14.01.2021

Ásthildur Sturludóttir mætti til fundar kl. 09:10.
Rætt um álagningu fasteignaskatts skv. 3. gr. laga nr. 4/1995.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í ljósi misræmis sem verið hefur í álagningu fasteignaskatts á hesthús og aðrar fasteignir samkvæmt a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, samþykkir bæjarráð að endurgreiða gjaldendum fasteignaskatts á hesthús, mismun á fasteignaskatti skv. a-lið og fasteignaskatti á hesthúsum með álagi, fjögur ár aftur í tímann, sbr. 8. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda nr. 150/2019.