Menningarfélag Akureyrar - rekstur 2019 - 2020

Málsnúmer 2020030480

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 296. fundur - 26.03.2020

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk gerði grein fyrir 5 og 6 mánaða uppgjöri Menningarfélagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þuríði fyrir kynninguna.

Bæjarráð - 3686. fundur - 04.06.2020

Lagt fram minnisblað frá Menningarfélagi Akureyrar dagsett 29. apríl 2020 þar sem óskað er eftir breytingum á framlagi bæjarins til MAk vegna afleiðinga samkomubanns.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3687. fundur - 11.06.2020

Lagt fram minnisblað frá Menningarfélagi Akureyrar dagsett 29. apríl 2020 þar sem óskað er eftir breytingum á framlagi bæjarins til MAk vegna afleiðinga samkomubanns. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 4. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að veita Menningarfélagi Akureyrar styrk sem nemur lækkun leigu félagsins til þriðja aðila í samræmi við samþykktir bæjarins um afslátt á leigu samanber samþykkt á fundi bæjarráðs 7. maí sl. og lið 5 hér að framan. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 308. fundur - 05.11.2020

Lagðar fram til kynningar, ársskýrsla og ársreikningur MAk fyrir starfsárið 2019 - 2020. Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársskýrslu og ársreikningi MAk.
Stjórnin þakkar Þuríði fyrir komuna á fundinn og hrósar stjórn og starfsfólki MAk fyrir gott fjárhagslegt aðhald á erfiðum tímum.