Sundlaug Akureyrar - aðstaða fyrir fatlaða

Málsnúmer 2019020424

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 75. fundur - 27.03.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 26. mars 2020 varðandi viðhald í Sundlaug Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ráðast í endurbætur á búningsklefum á 1. og 2. hæð. í Sundlaug Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 76. fundur - 17.04.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 2. apríl 2020 varðandi endurnýjun á kvennaklefa og klefa fyrir fatlaða í Sundlaug Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 20.000.000. Færist það inn á framkvæmdaáætlun undir auðkenninu „F31-SUL_AK_FATL„.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 30.000.000. Færist það inn á rekstur: 3100 - 1311300 - 45 - 55560 og dreifist það yfir fyrstu 6 mánuði ársins.

Bæjarráð - 3681. fundur - 30.04.2020

Liður 22 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 17. apríl 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 2. apríl 2020 varðandi endurnýjun á kvennaklefa og klefa fyrir fatlaða í Sundlaug Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 20.000.000. Færist það inn á framkvæmdaáætlun undir auðkenninu "F31-SUL_AK_FATL".

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 30.000.000. Færist það inn á rekstur: 3100 - 1311300 - 45 - 55560 og dreifist það yfir fyrstu 6 mánuði ársins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.