Erindi dagsett 28. júní 2018 frá Orra Vésteinssyni prófessor við Háskóla Íslands þar sem kynnt er fyrirhuguð forrannsókn vegna rannsóknar á eyðibýlinu Hvatastöðum á austurströnd Hríseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri og Háskóla Íslands. Ætlunin er að taka sýni, hreinsa snið þar sem brýtur af sjávarbakkanum og grafa tvo 1x1 metra könnunarskurði sem fyllt verður í aftur. Rannsóknin mun ekki skilja eftir sig nein varanleg ummerki á vettvangi. Til svona verka þarf leyfi Minjastofnunar Íslands sem fer líka fram á leyfi landeigenda ef land er í einkaeigu. Þó svo sé ekki í þessu tilfelli finnst rannsakendum betra að láta fylgja með leyfisumsókn til Minjastofnunar að rannsóknin sé gerð með vitund og samþykki Akureyrarbæjar.