Fornleifarannsóknir í Hrísey

Málsnúmer 2018070010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

Erindi dagsett 28. júní 2018 frá Orra Vésteinssyni prófessor við Háskóla Íslands þar sem kynnt er fyrirhuguð forrannsókn vegna rannsóknar á eyðibýlinu Hvatastöðum á austurströnd Hríseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri og Háskóla Íslands. Ætlunin er að taka sýni, hreinsa snið þar sem brýtur af sjávarbakkanum og grafa tvo 1x1 metra könnunarskurði sem fyllt verður í aftur. Rannsóknin mun ekki skilja eftir sig nein varanleg ummerki á vettvangi. Til svona verka þarf leyfi Minjastofnunar Íslands sem fer líka fram á leyfi landeigenda ef land er í einkaeigu. Þó svo sé ekki í þessu tilfelli finnst rannsakendum betra að láta fylgja með leyfisumsókn til Minjastofnunar að rannsóknin sé gerð með vitund og samþykki Akureyrarbæjar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða forrannsókn og felur forstöðumanni upplýsinga- og þjónustudeildar að koma upplýsingum um áformin til hverfisráðs Hríseyjar og skrifstofu bæjarins í Hrísey.

Bæjarráð - 3643. fundur - 20.06.2019

Erindi dagsett 14. júní 2019 frá Orra Vésteinssyni prófessor við Háskóla Íslands þar sem kynntar eru niðurstöður forrannsókna sem fram fóru í Hrísey í fyrrasumar og áform um áframhaldandi rannsóknir í ár annars vegar á bæjarstæði Saltness og hins vegar á nokkrum garðmótum í kringum Miðbæ. Um er að ræða samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri og Háskóla Íslands. Verkefnið er liður í heildstæðri úttekt á mannvistarleifum í Hrísey sem skipulögð er til fleiri ára. Til svona verka þarf leyfi Minjastofnunar Íslands sem fer einnig fram á leyfi landeigenda ef land er í einkaeigu. Þó svo sé ekki í þessu tilfelli finnst rannsakendum betra að láta fylgja með leyfisumsókn til Minjastofnunar að rannsóknin sé gerð með vitund og samþykki Akureyrarbæjar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar rannsóknir og felur forstöðumanni upplýsinga- og þjónustudeildar að koma upplýsingum um áformin til hverfisráðs Hríseyjar og skrifstofu bæjarins í Hrísey.

Bæjarráð - 3687. fundur - 11.06.2020

Erindi dagsett 8. júní 2020 frá Orra Vésteinssyni prófessor við Háskóla Íslands þar sem hann óskar eftir leyfi Akureyrarbæjar sem landeiganda til áframhaldandi fornleifarannsókna í Hrísey. Rannsóknirnar snúa að bæjarstæði Saltness annars vegar og hins vegar að nokkrum garðmótum kringum Miðbæ. Verkið hófst í fyrra en náðist ekki að ljúka því. Um er að ræða samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri og Háskóla Íslands og er liður í heildstæðri úttekt á mannvistarleifum í Hrísey sem skipulögð er til fleiri ára.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar rannsóknir og felur forstöðumanni upplýsinga- og þjónustudeildar að koma upplýsingum um áformin til hverfisráðs Hríseyjar og skrifstofu bæjarins í Hrísey.