Mat á fagaldri - BHM

Málsnúmer 2019060130

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 11.06.2019

Lögð fram tillaga þess efnis að veitt verði tímabundin heimild til breytingar á verklagi við mat á fagaldri tilgreinda starfa starfsmanna í aðildarfélögum BHM.
Kjarasamninganefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um að veitt verði tímabundin heimild til að meta starfsreynslu hjá Akureyrarbæ í störfum í Kili sem að umtalsverðum hluta innihalda sömu verkefni og sérfræðistörf í BHM til fagaldurs samkvæmt kjarasamningum BHM og SNS að því skilyrði uppfylltu að starfsmaður hafi lokið háskólanámi sem nýttist í viðkomandi starfi í Kili, áður en hann hóf störf.

Bæjarráð - 3643. fundur - 20.06.2019

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. júní 2019:

Lögð fram tillaga þess efnis að veitt verði tímabundin heimild til breytingar á verklagi við mat á fagaldri tilgreinda starfa starfsmanna í aðildarfélögum BHM.

Kjarasamninganefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um að veitt verði tímabundin heimild til að meta starfsreynslu hjá Akureyrarbæ í störfum í Kili sem að umtalsverðum hluta innihalda sömu verkefni og sérfræðistörf í BHM til fagaldurs samkvæmt kjarasamningum BHM og SNS að því skilyrði uppfylltu að starfsmaður hafi lokið háskólanámi sem nýttist í viðkomandi starfi í Kili, áður en hann hóf störf.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun kjarasamninganefndar með 5 samhljóða atkvæðum.