Norðurorka - beiðni um ábyrgð Akureyrarbæjar vegna lántöku

Málsnúmer 2018070546

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3604. fundur - 02.08.2018

Lagt fram erindi dagsett 25. júlí 2018 frá Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær veiti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Norðurorku hf. til 37 ára að jafnvirði 2,6 milljarða króna. Er lánið tekið til endurfjármögnunar eldri skulda vegna fráveitu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð Akureyrarkaupstaður samþykkir hér með á bæjarráðsfundi þann 2. ágúst 2018 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.600.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til endurfjármögnunar eldri skulda vegna fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Helga Jóhannessyni, forstjóra Norðurorku hf., veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurorku hf. og Akureyrarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.