Hamrar - aukin gæsla á tjaldsvæðum 2016

Málsnúmer 2016070048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3515. fundur - 21.07.2016

Lagt fram erindi dagsett 10. júlí 2016 frá Tryggva Marinóssyni fyrir hönd stjórnar Hamra. Erindið varðar aukinn viðbúnað á tjaldsvæðum á Akureyri og ósk um styrk frá Akureyrarbæ vegna þess. Einnig er lagt til að skipaður verði fulltrúi bæjarins til samráðs og samstarfs um framkvæmd gæslumála um komandi verslunarmannahelgi bæði fyrir helgina og á vettvangi um helgina sjálfa.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000 og felur Akureyrarstofu að skipa fulltrúa vegna samráðs og samstarfs.

Bæjarráð - 3563. fundur - 03.08.2017

Lagt var fram erindi dagsett 18. júlí 2017 frá Tryggva Marinóssyni fyrir hönd stjórnar Hamra. Erindið varðar aukinn viðbúnað á tjaldsvæðum á Akureyri og ósk um styrk frá Akureyrarbæ vegna þess. Einnig er lagt til að skipaður verði fulltrúi bæjarins til samráðs og samstarfs um framkvæmd gæslumála um komandi verslunarmannahelgi bæði fyrir helgina og á vettvangi um helgina sjálfa
Bæjarráð samþykkir styrk allt að kr. 500.000 sem er háð því skilyrði að kalla þurfi til auka mannskap vegna aukins viðbúnaðar og felur Akureyrarstofu að skipa fulltrúa vegna samráðs og samstarfs.

Bæjarráð - 3604. fundur - 02.08.2018

Lagt var fram erindi dagsett 27. júlí 2018, innkomið 31. júlí 2018, frá Tryggva Marinóssyni fyrir hönd stjórnar Hamra. Erindið varðar aukinn viðbúnað á tjaldsvæðum á Akureyri um komandi verslunarmannahelgi og ósk um styrk frá Akureyrarbæ vegna þess. Einnig er lagt til að skipaður verði fulltrúi bæjarins til samráðs og samstarfs um framkvæmd gæslumála um komandi verslunarmannahelgi bæði fyrir helgina og á vettvangi um helgina sjálfa.
Bæjarráð samþykkir styrk allt að kr. 500.000 sem er háður því skilyrði að kalla þurfi til auka mannskap vegna aukins viðbúnaðar og felur Akureyrarstofu að skipa fulltrúa vegna samráðs og samstarfs. Jafnframt er bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn stjórnar Hamra um endurnýjun á samningi um rekstur tjaldsvæða Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3618. fundur - 22.11.2018

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 7. nóvember 2018 frá Tryggva Marinóssyni f.h. stjórnar Hamra þar sem fram kemur að stjórnin telji ekki þörf á að þiggja styrk sem sótt var um vegna aukakostnaðar við gæslu um liðna verslunarmannahelgi. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 2. ágúst sl. að veita allt að 500.000 kr. styrk með því skilyrði að kalla þyrfti til auka mannskap og vegna aukins viðbúnaðar. Jafnframt samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn stjórnar Hamra um endurnýjun á samningi um rekstur tjaldsvæða Akureyrarbæjar. Stjórn Hamra minnir á þennan hluta bókunarinnar.