Félagi eldri borgara á Akureyri - erindi varðandi hugmyndir Búfesta hsf

Málsnúmer 2017090332

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3571. fundur - 19.10.2017

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. september 2017 frá Hauki Halldórssyni f.h. Félags eldri borgara á Akureyri þar sem félagið lýsir yfir stuðningi við hugmyndir Búfesta hsf um íbúðabyggingar á Akureyri sem þau telja að muni verða til hagsbóta fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Félagið hvetur Akureyrarbæ til að vinna markvisst að því að þessar hugmyndir verði að veruleika.