Íbúakort

Málsnúmer 2017090124

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 237. fundur - 21.09.2017

Rætt um möguleika á íbúakorti.

Stjórn Akureyrarstofu - 238. fundur - 12.10.2017

Lagt fram álit bæjarlögmanns. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ingu Þöll fyrir vel unnið álit og góða kynningu. Endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Eva Hrund Einarsdóttir vék af fundi kl. 17:00.

Bæjarráð - 3571. fundur - 19.10.2017

Lagt fram til kynningar álit bæjarlögmanns vegna íbúakorta.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 239. fundur - 19.10.2017

Framhald umræðu frá síðasta fundi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipaður verði vinnuhópur með fulltrúum frá stjórnsýslu-, fjársýslu- og samfélagssviði bæjarins og felur hópnum að skila af sér tillögu um málið fyrir árslok.



Markmið með vinnu hópsins verði að þróa afsláttarkort sem færi þeim hagstæðari kjör sem nota tilgreinda þjónustu bæjarins mikið. Kortið myndi þá nýtast bæði þeim sem búa á Akureyri og þeim sem dvelja hér um lengri tíma. Þar sem innleiðing kortsins hefði í för með sér áhrif á gjaldskrá á fleiri en einu sviði er nauðsynlegt að stoðsvið bæjarins komi að vinnunni.

Stjórn Akureyrarstofu - 253. fundur - 03.05.2018

Lögð fram til kynningar greinargerð frá Ozio ehf vegna vinnu við innleiðingu á íbúakorti.

Stjórn Akureyrarstofu - 265. fundur - 15.11.2018

Sigurjón Hákonarson framkvæmdastjóri Ozio ehf. mætti á fundinn og kynnti skýrslu um íbúakort og vef- og þjónustulausnir því tengt bæði fyrir starfsmenn og íbúa.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigurjóni greinargóða kynningu.

Stjórn Akureyrarstofu - 269. fundur - 10.01.2019

Jón Jarl Þorgrímsson og Þórdís Jónsdóttir frá Snjallveskinu ehf mættu á fundinn og kynntu hugbúnaðarlausnina "Snjallveskið".
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Jóni og Þórdísi fyrir kynninguna.

Stjórnin lýsir yfir áhuga á að halda verkefninu áfram og óskar eftir því að það verði kynnt fyrir bæjarráði og stjórnendum á fjársýslu- og stjórnsýslusviði, áður en frekari ákvarðanir verða teknar.

Stjórn Akureyrarstofu - 272. fundur - 21.02.2019

Umræða um næstu skref varðandi innleiðingu á íbúakorti.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnun að vinna málið áfram út frá umræðu á fundinum.