Bæjarráð

3563. fundur 03. ágúst 2017 kl. 08:15 - 10:49 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð var fram lausnarbeiðni Bergþóru Þórhallsdóttur D-lista.
Bæjarráð samþykkir lausnarbeiðnina samhljóða.

2.Hlíðaból - uppsögn samnings

Málsnúmer 2016030139Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju. Á fundi sínum þann 20. júlí sl. fól bæjarráð Dan Jens Brynjarssyni, sviðsstjóra fjársýslusviðs og Árna Konráði Bjarnasyni, rekstrarstjóra fræðslusviðs að ræða við bréfritara og afla frekari gagna.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi við rekstraraðila Hlíðabóls í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017

Málsnúmer 2017040070Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til maí 2017.

4.Kríunes

Málsnúmer 2014050115Vakta málsnúmer

Erindi dags. 20. júlí 2017 þar sem tilkynnt er að Ríkiskaupum hafi borist kauptilboð í húsnæði ríkisins í Kríunesi við Lambhagaveg í Hrísey. Þar sem Akureyrarkaupstaður á forkaupsrétt að mannvirkjum ríkisins í Kríunesi er óskað eftir afstöðu bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt Akureyrarbæjar. Bæjarráð vill vekja athygli á því að umrætt svæði er skilgreint sem svæði fyrir opinberar stofnanir í gildandi aðalskipulagi fyrir Hrísey og skráð sem athafnasvæði í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

5.Hamrar - aukin gæsla á tjaldsvæðum 2017

Málsnúmer 2016070048Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi dagsett 18. júlí 2017 frá Tryggva Marinóssyni fyrir hönd stjórnar Hamra. Erindið varðar aukinn viðbúnað á tjaldsvæðum á Akureyri og ósk um styrk frá Akureyrarbæ vegna þess. Einnig er lagt til að skipaður verði fulltrúi bæjarins til samráðs og samstarfs um framkvæmd gæslumála um komandi verslunarmannahelgi bæði fyrir helgina og á vettvangi um helgina sjálfa
Bæjarráð samþykkir styrk allt að kr. 500.000 sem er háð því skilyrði að kalla þurfi til auka mannskap vegna aukins viðbúnaðar og felur Akureyrarstofu að skipa fulltrúa vegna samráðs og samstarfs.

6.SVA - undirskriftalisti og áskorun um að lagfæra kvöld- og helgarakstur

Málsnúmer 2017070089Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17. júlí 2017 þar sem skorað er á Akureyrarbæ að lagfæra kvöld- og helgarakstur SVA sem fyrst. Meðfylgjandi er undirskriftarlisti með nöfnum 42 einstaklinga.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs þar sem unnið er að endurskoðun leiðarkerfis.

7.Drög að breytingum á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2017070088Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi dagsett 20. júlí 2017 frá Samgönguráðuneytinu þar sem bent er á að nú er hægt að senda inn umsögn til ráðuneytisins um drög að breytingum á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga: Annars vegar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og hins vegar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Breytingarnar koma í kjölfarið á breytingum sem gerðar voru á lögum um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á sl. ári, sbr. lög nr. 127/2016. Eru þær afrakstur samvinnu ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 4. ágúst næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@srn.is.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni, sviðsstjóra fjársýslusviðs að koma á framfæri athugasemdum vegna orðalags 4. mgr., 1 gr. reglugerðar um breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, nr. 121/2015.

Fundi slitið - kl. 10:49.