Hlíðaból - uppsögn samnings

Málsnúmer 2016030139

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 5. fundur - 21.03.2016

Uppsögn á rekstrarstyrks samningi við Hvítasunnusöfnuðinn vegna leikskólans Hlíðabóls.
Skólanefnd samþykkir að segja upp rekstrarstyrks samningi við rekstraraðila vegna leikskólans Hlíðabóls. Starfseminni lýkur því við sumarlokun sumarið 2017, 7. júlí.

Bæjarráð - 3508. fundur - 02.06.2016

Lagt fram samkomulag Akureyrarbæjar við rekstrarstjórn leikskólans Hlíðabóls vegna starfsloka leikskólans dagsett 24. maí 2016.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

Bæjarráð - 3562. fundur - 20.07.2017

Lagt fram erindi dagsett 7. júlí 2017 frá formanni stjórnar Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri varðandi uppgjör á orlofsréttindum starfsmanna Hlíðarbóls við lokun leikskólans.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni, sviðsstjóra fjársýslusviðs og Árna Konráði Bjarnasyni, rekstrarstjóra fræðslusviðs að ræða við bréfritara og afla frekari gagna.

Bæjarráð - 3563. fundur - 03.08.2017

Tekið fyrir að nýju. Á fundi sínum þann 20. júlí sl. fól bæjarráð Dan Jens Brynjarssyni, sviðsstjóra fjársýslusviðs og Árna Konráði Bjarnasyni, rekstrarstjóra fræðslusviðs að ræða við bréfritara og afla frekari gagna.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi við rekstraraðila Hlíðabóls í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.