Drög að breytingum á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2017070088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3563. fundur - 03.08.2017

Lagt var fram til kynningar erindi dagsett 20. júlí 2017 frá Samgönguráðuneytinu þar sem bent er á að nú er hægt að senda inn umsögn til ráðuneytisins um drög að breytingum á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga: Annars vegar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og hins vegar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Breytingarnar koma í kjölfarið á breytingum sem gerðar voru á lögum um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á sl. ári, sbr. lög nr. 127/2016. Eru þær afrakstur samvinnu ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 4. ágúst næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@srn.is.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni, sviðsstjóra fjársýslusviðs að koma á framfæri athugasemdum vegna orðalags 4. mgr., 1 gr. reglugerðar um breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, nr. 121/2015.