Bæjarráð

3539. fundur 12. janúar 2017 kl. 08:30 - 09:59 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Íshokkísamband Íslands - styrkbeiðni vegna HM kvenna á Akureyri 2017

Málsnúmer 2016120020Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 15. desember 2016:

Erindi dagsett 30. nóvember 2016 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir styrkjum frá Akureyrarbæ vegna heimsmeistaramóts kvenna sem verður á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017.

Íþróttaráð samþykkir óskir Íshokkísambands Íslands um aðgang að sundlaugum Akureyrar og Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra í samstarfi við Skautafélag Akureyrar að skoða ósk um kostnað við leigu, breytingar á húsnæði og rekstur skautahallarinnar á meðan á mótinu stendur.

Íþróttaráð vísar öðrum óskum um aðkomu bæjarins að mótinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 500.000 kr. og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. Styrkurinn færist af styrkveitingum bæjarráðs.

2.Bandalag íslenskra skáta - 15th World Scout Moot 26. - 29. júlí 2017

Málsnúmer 2016100036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól á fundi sínum þann 27. október sl. bæjarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um málið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 250.000 kr. og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. Styrkurinn færist af styrkveitingum bæjarráðs.

3.Afskriftir lána 2016

Málsnúmer 2014120067Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. desember 2016:

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram tillögu um afskriftir lána 2016.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um afskriftir lána 2016.

4.Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins

Málsnúmer 2016070061Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða úthlutunarnefndar Íbúðalánasjóðs dagsett 30. desember 2016 vegna umsóknar Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til kaupa á fimm tveggja herbergja 80 fm íbúðum fyrir öryrkja á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni yfir niðurstöðunni og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við forsvarsmenn Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.

5.Eyþing - fulltrúaráð

Málsnúmer 2013110069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2017 frá framkvæmdastjóra Eyþings. Í erindinu er vísað í gr. 5.2 í lögum Eyþings en þar segir: Kosið skal í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Akureyrarbær á 5 fulltrúa í fulltrúaráðinu og þarf að skipa 3 fulltrúa nú auk varamanna til viðbótar þeim 2 sem eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið þar sem þeir eru stjórnarmenn í Eyþingi.
Bæjarráð skipar Sigríði Huld Jónsdóttur, Matthías Rögnvaldsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur sem aðalfulltrúa og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, Silju Dögg Baldursdóttur, Dagbjörtu Pálsdóttur, Sigurjón Jóhannesson og Preben Jón Pétursson sem varafulltrúa.

6.Flokkun Eyjafjörður ehf - hluthafafundur 2017

Málsnúmer 2016120033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. janúar 2017 frá Ólöfu Hörpu Jósefsdóttur fyrir hönd stjórnar Flokkunar Eyjafjörður ehf þar sem hluthafar og stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf eru boðaðir til hlutahafafundar hjá félaginu.
Bæjarráð skipar bæjarstjóra sem fulltrúa Akureyrarbæjar á hluthafafund Flokkunar og Matthías Rögnvaldsson forseta bæjarstjórnar til vara.

7.Tónlistakennarar - kjarasamningur

Málsnúmer 2017010079Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu kjarasamningviðræðna við tónlistarskólakennara.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af því hversu langan tíma hefur tekið að koma á nýjum kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags tónlistarskólakennara og hvetur samningsaðila til að ná samningum án frekari tafa.

8.Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, launaröðun

Málsnúmer 2017010058Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 10. janúar 2017:

Umfjöllun um samanburð á launaröðun félagsmanna í Kjarafélagi viðskipta- og hagfræðinga og Fræðagarði sem gegna störfum sem taka viðmið við samhljóma skilgreiningar starfa í kjarasamningum SNS og viðkomandi félaga.

Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að launaröðun starfa félagsmanna í Kjarafélagi viðskipta- og hagfræðinga verði jöfnuð við launaröðun starfa í Fræðagarði eins og hún er 1. janúar 2017 með þeim fyrirvara að samkomulag náist við stjórnendur í KVH um afsal fastra greiðslna. Heildarlaun stjórnenda skulu ekki lækka við þessa aðgerð.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar og er gildistími samþykktarinnar til 31. mars 2019.

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 104. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 14. desember 2016. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til bæjarstjóra, 2., 3. og 4. lið til framkvæmdadeildar ásamt seinni hluta 5. liðar og fyrri hluta 5. liðar til skipulagssviðs.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

Málsnúmer 2016010056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 16. desember 2016. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

11.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 289. og 290. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 16. desember 2016 og 6. janúar 2017.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 09:59.