Bandalag íslenskra skáta - 15th World Scout Moot 26.- 29. júlí 2017

Málsnúmer 2016100036

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 191. fundur - 18.10.2016

Erindi dagsett 5. október 2016 frá Jóni Ingvari Bragasyni framkvæmdastjóra 15th World Scout Moot þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna heimsleika skáta sem fara fram að hluta til á Akureyri í júlí 2017.
Samfélags- og mannréttindaráð fagnar því að heimsleikar skáta fari að hluta til fram á Akureyri sumarið 2017.

Beiðni um aðgengi að sundlaug á Akureyri er vísað til íþróttaráðs en öðrum liðum erindsins er vísað til bæjarráðs þar sem umbeðin styrkfjárhæð rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ráðsins.

Bæjarráð - 3527. fundur - 27.10.2016

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 18. október 2016:

Erindi dagsett 5. október 2016 frá Jóni Ingvari Bragasyni framkvæmdastjóra 15th World Scout Moot þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna heimsleika skáta sem fara fram að hluta til á Akureyri í júlí 2017.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar því að heimsleikar skáta fari að hluta til fram á Akureyri sumarið 2017.

Beiðni um aðgengi að sundlaug á Akureyri er vísað til íþróttaráðs en öðrum liðum erindsins er vísað til bæjarráðs þar sem umbeðin styrkfjárhæð rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ráðsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og kalla eftir frekari upplýsingum sem lagðar verði fyrir bæjarráð.

Íþróttaráð - 200. fundur - 17.11.2016

Samfélags- og mannréttindaráð gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 18. október 2016:

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar því að heimsleikar skáta fari að hluta til fram á Akureyri sumarið 2017.

Beiðni um aðgengi að sundlaug á Akureyri er vísað til íþróttaráðs en öðrum liðum erindsins er vísað til bæjarráðs þar sem umbeðin styrkfjárhæð rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ráðsins.
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk um frían aðgang að Sundlaug Akureyrar, en vísar á forstöðumann Sundlaugar Akureyrar vegna tilboða fyrir hópa.

Bæjarráð - 3533. fundur - 01.12.2016

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól á fundi sínum þann 27. október sl. bæjarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um málið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3539. fundur - 12.01.2017

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól á fundi sínum þann 27. október sl. bæjarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um málið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 250.000 kr. og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. Styrkurinn færist af styrkveitingum bæjarráðs.