BRYNJA hússjóður öryrkjabandalagsins - umsókn um stofnstyrk

Málsnúmer 2016070061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3515. fundur - 21.07.2016

Lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2016 frá Birni Arnari Magnússyni framkvæmdastjóra fyrir hönd BRYNJU Hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Í erindinu kemur fram að BRYNJA Hússjóður Öryrkjabandalagsins sækir um 12% stofnstyrk auk 4% viðbótarframlags vegna skorts á leiguhúsnæði sbr. lög um almennar íbúðir vegna kaupa á íbúðum á Akureyri á árunum 2017 og 2018.

Sótt er um stofnstyrki vegna kaupa á 5 íbúðum á árinu 2017 og vegna kaupa og byggingu á 5 íbúðum á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá velferðarráði og felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Erindinu er vísað til velferðarráðs frá bæjarráði þann 21. júlí sl.

Dan Jen Brynjarsson fjármálastjóri mætti á fundinn til að greina frá viðræðum sínum við málsaðila.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð fór yfir bréf frá BRYNJU hússjóði Öryrkjabandalags Íslands. Þar sem hvorki hefur verið gerð húsnæðisáætlun né settar reglur um stofnframlag er erindinu vísað frá. Velferðarráð bendir aðilum á að sækja aftur um stofnframlag þegar húsnæðisáætlun og reglur hafa verið settar.

Bæjarráð - 3539. fundur - 12.01.2017

Lögð fram til kynningar niðurstaða úthlutunarnefndar Íbúðalánasjóðs dagsett 30. desember 2016 vegna umsóknar Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til kaupa á fimm tveggja herbergja 80 fm íbúðum fyrir öryrkja á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni yfir niðurstöðunni og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við forsvarsmenn Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.