Eyþing - fulltrúaráð

Málsnúmer 2013110069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3389. fundur - 14.11.2013

Erindi dags. 4. nóvember 2013 frá Eyþingi þar sem fram kemur að á aðalfundi Eyþings 27. og 28. september sl. hafi verið samþykkt tillaga að breytingum á lögum Eyþings sem felur meðal annars í sér að komið verði á fót fulltrúaráði. Akureyrarbær skal skipa 5 fulltrúa í ráðið.

Bæjarráð skipar þau Höllu Björk Reynisdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Jónsson og Hlín Bolladóttur í fulltrúaráðið.

Til vara eru þau Logi Már Einarsson, Tryggvi Þór Gunnarsson, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Inda Björk Gunnarsdóttir.

Bæjarráð - 3436. fundur - 06.11.2014

Erindi dagsett 30. október 2014 frá framkvæmdastjóra Eyþings. Í erindinu er vísað í gr. 5.2 í lögum Eyþings en þar segir: Kosið skal í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Akureyrarbær á 5 fulltrúa í fulltrúaráðinu og þarf að skipa 3 fulltrúa nú auk varamanna til viðbótar þeim 2 sem eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið þar sem þeir eru stjórnarmenn í Eyþingi.

Bæjarráð skipar Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, Matthías Rögnvaldsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur sem aðalfulltrúa og Guðmund Baldvin Guðmundsson, Silju Dögg Baldursdóttur, Sigríði Huld Jónsdóttur, Sigurjón Jóhannesson og Margréti Kristínu Helgadóttur sem varafulltrúa.

Bæjarráð - 3454. fundur - 09.04.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar fulltrúaráðs Eyþings dagsett 20. febrúar 2015.

Bæjarráð - 3539. fundur - 12.01.2017

Erindi dagsett 9. janúar 2017 frá framkvæmdastjóra Eyþings. Í erindinu er vísað í gr. 5.2 í lögum Eyþings en þar segir: Kosið skal í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Akureyrarbær á 5 fulltrúa í fulltrúaráðinu og þarf að skipa 3 fulltrúa nú auk varamanna til viðbótar þeim 2 sem eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið þar sem þeir eru stjórnarmenn í Eyþingi.
Bæjarráð skipar Sigríði Huld Jónsdóttur, Matthías Rögnvaldsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur sem aðalfulltrúa og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, Silju Dögg Baldursdóttur, Dagbjörtu Pálsdóttur, Sigurjón Jóhannesson og Preben Jón Pétursson sem varafulltrúa.