Beiðni um tilnefningu fulltrúa á samráðsvettvang SSH

Málsnúmer 2016090013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3521. fundur - 08.09.2016

Lagt fram erindi dagsett 31. ágúst 2016 frá Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í erindinu er óskað eftir tilnefningu Akureyrarbæjar á einum fulltrúa á sérstakan samráðsvettvang vegna Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2015-2019. Í ljósi þess að við samsetningu samráðsvettvangsins verður gætt eins og kostur er aldurs- og kynjasjónarmiða, er óskað eftir því að við tilnefningu verði sett fram tvö nöfn, bæði karls og konu, þannig að unnt verði að velja annan hvorn aðilann þegar tilnefningar allra aðila liggja fyrir.
Bæjarráð tilnefnir þau Guðmund Baldvin Guðmundsson og Evu Hrund Einarsdóttur í samráðshópinn.