Göngu- og hjólastígur frá Hrafnagilshverfi að Akureyri

Málsnúmer 2016090032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3521. fundur - 08.09.2016

Lagt fram erindi dagsett 3. september 2016 frá Jóni Stefánssyni oddvita Eyjafjarðarsveitar. Í erindinu er óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um þátttöku bæjarins í lagningu göngu- og hjólastígs frá Hrafnagilshverfi að Akureyri og tengingu við göngu- og hjólastíg við Drottningarbraut.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.