Ráðhústorg 5 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2015060152

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 545. fundur - 18.06.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt 510412-0360, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri vísar erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt. 510412-0360, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 5 við Ráðhústorg.

Um er að ræða breytingu á notkun 1. hæðar hússins úr verslun í veitingahús í flokki III lið f. krá. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd óskar eftir að unnin verði hljóðskýrsla af hljóðvistarhönnuði vegna breyttrar notkunar hússins.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við innra skipulag, form eða útlit hússins. Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 547. fundur - 02.07.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt. 510412-0360, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 559. fundur - 16.10.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt. 510412-0360, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 4. ágúst 2015. Innkomin hljóðskýrsla frá Eflu dagsett í ágúst 2015. Innkomin teikning 14. september 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 564. fundur - 19.11.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt. 510412-0360, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomið samþykki eigenda húsnæðisins 9. nóvember 2015 ásamt tilkynningu um að ekki hafi fengist samþykki meðeiganda fyrir breytingunni. Innkomnar teikningar og hljóðskýrsla 16. nóvember 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið með fyrirvara um hljóðvarnir með vísun til framlagðrar skýrslu um hávaðaútbreiðslu frá veitingastaðnum hvað varðar aðgerðir til hljóðvarna. Umsækjandi skal láta gera hljóðmælingu í þeim eignum sem tekið er á í skýrslunni ef kvartanir um hávaða koma frá eigendum þeirra.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 566. fundur - 03.12.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt 510412-0360, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Ráðhústorgi 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.