Gleráreyrar 1 - umsókn um skiltaturn

Málsnúmer 2015060143

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 545. fundur - 18.06.2015

Erindi dagsett 15. júní 2015 þar sem Egill Guðmundsson f.h. EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi fyrir breytingu á skiltaturni á lóð nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 610. fundur - 24.11.2016

Erindi í tölvupósti dagsettum 17. nóvember 2016 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EIK fasteignafélags, kt. 590902-3730, sækir um leyfi til að breikka áður samþykkta skjái á skiltaturni á lóðinni nr. 1 við Gleráreyrar. Breytingin felst í að skjáirnir breikka um 400 mm og verða 2400 mm í stað 2000 mm áður.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Jafnframt er bent á ákvæði í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar, þar sem segir:

Á flettiskiltum og ljósaskiltum skal ekki líða minna en ein mínúta frá því að ein auglýsing birtist og þar til sú næsta birtist. Það á þó ekki við um tölvustýrð ljósaskilti, sem byggjast á hreyfimyndum.