Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

401. fundur 13. júní 2012 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Drottningarbraut - Hörgárbraut - endurnýjun á leyfi fyrir upplýsingaskiltum

Málsnúmer 2012060080Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dagsettur 6. júní 2012 frá Agli Erni Arnarsyni þar sem hann f.h. Tónsmiðjunnar félagasamtaka, kt. 591197-2589, óskar eftir endurnýjun og staðfestingu á áframhaldandi stöðuleyfi tveggja upplýsinga- og þjónustuskilta sem eru við innkeyrslur í bæinn, við Drottingarbraut og Hlíðarbraut, en núverandi stöðuleyfi sem upphaflega var gefið út fyrir rúmum 20 árum hefur verið endurnýjað reglulega með sambærilegri beiðni. Síðast var þessi endurnýjun gerð árið 2007 til Alþjóðlegs Framtaks IS, hjálparsamtaka.
Ingimar Pálsson er umsjónaraðili þeirra.
Þar sem ekki liggur fyrir endurnýjaður rekstarsamningur um umsjón skiltanna er erindinu hafnað.

2.Hlíðarfjallsvegur - 215098 - skrifstofur úr gámaeiningum

Málsnúmer 2012030120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2012 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, sækir um byggingarleyfi fyrir skrifstofuhúsi á iðnaðarsvæði við Hlíðarfjallsveg lnr. 215098. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Bjarna Reykjalín. Innkomin umsögn vinnueftirlits 21. maí 2012. Innkomnar nýjar teikningar 8. júní 2012.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð nr. 112/2012 skv. meðfylgjandi fylgiskjali dags. 25. maí 2012:
1) Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h.
2) Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
3) Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
4) Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
5) Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
6) Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Þórunnarstræti 114 - fyrirspurn

Málsnúmer 2012060091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2012 þar sem Sigurður Hafsteinsson f.h. Arnars Þórs Jónssonar eiganda að íbúð 0201 í húsi nr. 114 við Þórunnarstræti leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist fyrir að sleppa lyftu fyrir þriðju hæðina sem fyrirhugað er að byggja ofan á húsið. Sjá nánar í bréfi.

Skipulagsstjóri bendir á að ef rishæð er hluti íbúðar annarar hæðar, eins og áður var samþykkt, er ekki gerð krafa um lyftu. Einnig er bent á að sækja þarf um leyfi fyrir rishæðinni til skipulagsnefndar.

4.Þórunnarstræti 114 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2012060090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2012 þar sem Sigurður Hafsteinsson f.h. Arnars Þórs Jónssonar eiganda að íbúð 0201 í húsi nr. 114 við Þórunnarstræti sækir um að gera tvö ný bílastæði á lóðinni. Sjá afstöðumynd.

Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem m.a. samþykki meðeigenda í húsinu vantar.

5.Óseyri 1 - breytt starfsemi

Málsnúmer 2012060054Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 4. júní 2012 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um leyfi til að færa eldvarnarvegg og breyta starfsemi í húsinu nr. 1 við Óseyri skv. meðfylgjandi teikningum eftir Anton Örn.
Innkomin umsögn vinnueftirlits 5. júní 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Óseyri 4 - breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2012060059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2012 þar sem Hrafn Þórðarson f.h. Óseyri 4 ehf., kt. 690904-2170, sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi að Óseyrar 4 á rými 01-0101. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson mótteknar 12. júní 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Skólastígur 4 - fjarskiptamastur

Málsnúmer 2012060087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2012 þar sem Gautur Þorsteinsson f.h. Fjarskipta ehf., kt. 470905-1740, sækir um leyfi til að afstúka tækjarými í loftræsiklefa fyrir fjarskiptabúnað og einnig að setja upp loftnetssúlu. Meðfylgjandi er samþykki húseiganda.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Klettagerði 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2012050155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Karls Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á rishæð til norðurs á húsi sínu að Klettagerði 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

9.Lækjargata 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012050176Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Tómasar Þórs Ágústssonar óskar eftir byggingarleyfi til að stækka kvisti á suður- og norðurhlið, endurnýja klæðningu utanhúss, endurnýja glugga og bæta við gluggum á austurhlið og einnig að breyta innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomin jákvæð umsögn frá Húsfriðunarnefnd 9. maí 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

10.Sómatún 19-27 (áður 23-31) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012050053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hlaða byggingarfélags ehf., kt. 540104-2390, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 19-27 við Sómatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. júní 2012, tilkynning um hönnunarstjóra og umsókn um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun
5. Gr. 6.7.8. Íbúðaherbergi varðandi kröfu um eitt 14 ferm. herbergi.
6. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
7. Gr. 6.12.6. Sorpgeymslur og sorpflokkun.
8. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
9. Gr. 12.2.1. og 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Hjalteyrargata 12 - umsókn um breytingar á lóð

Málsnúmer 2012060106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2012 þar sem Svavar Hannesson f.h. Björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri, kt. 640999-2689, sækir um breytingar á lóð nr. 12 við Hjalteyrargötu til samræmis við gildandi deiliskipulag. Meðfylgjandi er afstöðumynd eftir Harald Árnason.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að gera yfirlýsingu um breytta lóðarstærð.

12.Tjarnartún 25 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012060018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Viðars Þórs Pálssonar og Sólveigar Styrmisdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu að Tjarnartúni 25. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1) Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga, sjá kafla 6.4.
2) Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3) Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14 fm. herbergi.
4) Gr. 8.5.2. Gler.
5) Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Einnig er óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöðum og frárennslislögnum. Innkomnar nýjar teikningar, gátlisti og umsókn Tryggva Tryggvasonar um að vera hönnunarstjóri.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Þar sem hönnun hússins var hafin fyrir gildistöku nýrrar byggingarreglugerðar og vegna tafa á útgáfu leiðbeiningarblaða, samþykkir skipulagsstjóri umbeðnar undanþágur.

13.Víkurgil 1-7 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012010273Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2012 þar sem eigendur Víkurgils 1-7, eign 01 0101 Sigurður Arnar Magnússon og Sigurrós Anna Gísladóttir, eign 02-0101 Kristján Ingi Arnarsson og Birgitta Hlín Gunnarsdóttir, eign 03 0101 Jón Víðir Birgisson og Ellen Óskarsdóttir, eign 04 0101 Arnar Bragason og Eyrún Björg Þorfinnsdóttir, óska eftir stækkun lóðarinnar að Víkurgili 1-7 í samræmi við núgildandi deiliskipulag Giljahverfis.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að láta þinglýsa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskiuplag.

 

14.Furuvellir 11 - breytingar úti og inni

Málsnúmer 2012060082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2012 þar sem Orri Árnason f.h. Endurvinnslunnar hf., kt. 610789-1299, sækir um leyfi fyrir breytingum á Furuvöllum 11 fyrir starfsemi Endurvinnslunnar. Nánar í umsókn. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Orra Áranson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:30.