Lækjargata 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012050176

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 401. fundur - 13.06.2012

Erindi dagsett 22. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Tómasar Þórs Ágústssonar óskar eftir byggingarleyfi til að stækka kvisti á suður- og norðurhlið, endurnýja klæðningu utanhúss, endurnýja glugga og bæta við gluggum á austurhlið og einnig að breyta innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomin jákvæð umsögn frá Húsfriðunarnefnd 9. maí 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 406. fundur - 18.07.2012

Erindi dagsett 22. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Tómasar Þórs Ágústssonar óskar eftir byggingarleyfi til að stækka kvisti á suður- og norðurhlið, endurnýja utanhúsklæðningu og glugga, bæta við gluggum á austurhlið og breyta innra skipulagi á Lækjargötu 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomin jákvæð umsögn frá Húsfriðunarnefnd 9. maí 2012. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 11. júlí 2012.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.