Klettagerði 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2012050155

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 401. fundur - 13.06.2012

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Karls Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á rishæð til norðurs á húsi sínu að Klettagerði 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 405. fundur - 11.07.2012

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Karls Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á rishæð til norðurs á Klettagerði 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 2. júlí 2012, gátlisti og skriflegt samþykki nágranna að Klettagerði 3. Einnig tilkynning um að Þröstur Sigurðsson verði hönnunarstjóri. Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
2. Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar erindinu þar sem ekki er hægt að verða við undaþágubeiðni á hámarks U-gildum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 408. fundur - 01.08.2012

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Karls Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á rishæð hússins Klettagerði 5 til norðurs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar og skriflegt samþykki nágranna að Klettagerði 3 og tilkynning um Þröst Sigurðsson sem hönnunarstjóra. Sótt er um undanþágu frá byggingarreglugerð þannig að um viðkomandi mannvirki gildi ákvæði eldri byggingareglugerðar nr. 441/1998 hvað varðar:
1. Gr. 9.5.5 Björgunarop, krafa um breidd og hæð.
Innkomnar nýjar teikningar 30. júlí 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.