Drottningarbraut - Hörgárbraut - endurnýjun á leyfi fyrir upplýsingaskiltum

Málsnúmer 2012060080

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 401. fundur - 13.06.2012

Tölvupóstur dagsettur 6. júní 2012 frá Agli Erni Arnarsyni þar sem hann f.h. Tónsmiðjunnar félagasamtaka, kt. 591197-2589, óskar eftir endurnýjun og staðfestingu á áframhaldandi stöðuleyfi tveggja upplýsinga- og þjónustuskilta sem eru við innkeyrslur í bæinn, við Drottingarbraut og Hlíðarbraut, en núverandi stöðuleyfi sem upphaflega var gefið út fyrir rúmum 20 árum hefur verið endurnýjað reglulega með sambærilegri beiðni. Síðast var þessi endurnýjun gerð árið 2007 til Alþjóðlegs Framtaks IS, hjálparsamtaka.
Ingimar Pálsson er umsjónaraðili þeirra.
Þar sem ekki liggur fyrir endurnýjaður rekstarsamningur um umsjón skiltanna er erindinu hafnað.