Þórunnarstræti 114 - fyrirspurn

Málsnúmer 2012060091

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 401. fundur - 13.06.2012

Erindi dagsett 7. júní 2012 þar sem Sigurður Hafsteinsson f.h. Arnars Þórs Jónssonar eiganda að íbúð 0201 í húsi nr. 114 við Þórunnarstræti leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist fyrir að sleppa lyftu fyrir þriðju hæðina sem fyrirhugað er að byggja ofan á húsið. Sjá nánar í bréfi.

Skipulagsstjóri bendir á að ef rishæð er hluti íbúðar annarar hæðar, eins og áður var samþykkt, er ekki gerð krafa um lyftu. Einnig er bent á að sækja þarf um leyfi fyrir rishæðinni til skipulagsnefndar.

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Erindi dagsett 13. febrúar 2017 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd Arnars Þórs Jónssonar, kt. 020571-4709, eiganda húss nr. 114 við Þórunnarstræti, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að byggja fjórðu hæðina ofan á húsið, breyta notkun á 1. hæð og fjölga íbúðum. Sjá nánar í bréfi og á teikningum.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem deiliskipulag heimilar ekki fjölgun hæða og væri það einnig í ósamræmi við aðliggjandi byggð.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Erindi dagsett 13. nóvember 2017 þar sem Arnar Þór Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu þriðju hæðar ofan á hús nr. 114 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru gamlar teikningar síðan 1983 eftir Svan Eiríksson.
Skipulagsráð telur að umbeðin hækkun hússins falli illa inn í götumynd Þórunnarstrætis og hafnar því erindinu.