Velferðarráð

1348. fundur 02. febrúar 2022 kl. 14:00 - 15:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Hermann Ingi Arason
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá
Áslaug Magnúsdóttir B-Lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Fjárhagserindi 2022 - áfrýjanir

Málsnúmer 2022011556Vakta málsnúmer

Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.

Afgreiðsla málsins er trúnaðarmál og færð í trúnaðarmálabók velferðarráðs.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

2.Öryggisvistun - dómur Héraðsdóms nr. S-3652021

Málsnúmer 2022011222Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dómsorð í dómsmáli nr. S-365/2021.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Arna Jakobsdóttir forstöðumaður öryggisgæslu sátu fundinn undir þessum lið.

3.Fjárhagsaðstoð 2021

Málsnúmer 2021031923Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á árinu 2021.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónstu velferðarsviðs og Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sátu fundinn undir þessum lið.

4.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2021

Málsnúmer 2022011519Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu leiguíbúða Akureyrarbæjar s.s. útleigu á árinu og biðlista eftir húsnæði.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Að skoðaðar verði mögulegar leiðir til að styðja þá einstaklinga til sjálfshjálpar sem möguleika eiga á að eignast þær félagslegu leiguíbúðir sem þeir búa í fremur en að leigja þær áfram. Oft reynist fólki erfitt að fara úr félagslega kerfinu yfir á almennan húsnæðismarkað. Nú þegar hafa einhver sveitarfélög farið þá leið að aðstoða fólk við að komast út úr félagslega kerfinu með því að gera því mögulegt að kaupa húsnæðið sem það býr í.

5.Sérstakur húsnæðisstuðningur 2021

Málsnúmer 2021010257Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sérstakan húsnæðisstuðning árið 2021.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

6.Barnaverndarlög - breytingar

Málsnúmer 2022010395Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 25. janúar 2022 um umdæmisráð barnaverndar.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á velferðarsviði sátu fundinn undir þessum lið
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna að málinu áfram og leggja fram tillögu um samstarf við önnur sveitarfélög.

7.Ríkisendurskoðun - þjónusta við fatlað fólk

Málsnúmer 2022011557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Ríkisendurskoðunar frá október 2021 um þjónustu við fatlað fólk.

8.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021031922Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur velferðarsviðs á árinu 2021.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:45.