Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2021

Málsnúmer 2022011519

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1348. fundur - 02.02.2022

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu leiguíbúða Akureyrarbæjar s.s. útleigu á árinu og biðlista eftir húsnæði.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Að skoðaðar verði mögulegar leiðir til að styðja þá einstaklinga til sjálfshjálpar sem möguleika eiga á að eignast þær félagslegu leiguíbúðir sem þeir búa í fremur en að leigja þær áfram. Oft reynist fólki erfitt að fara úr félagslega kerfinu yfir á almennan húsnæðismarkað. Nú þegar hafa einhver sveitarfélög farið þá leið að aðstoða fólk við að komast út úr félagslega kerfinu með því að gera því mögulegt að kaupa húsnæðið sem það býr í.