Velferðarráð

1312. fundur 04. desember 2019 kl. 14:00 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá

1.NPA - tímagjald 2020

Málsnúmer 2019090606Vakta málsnúmer

Tímagjald í NPA hefur hækkað reglulega frá því þjónustan hófst árið 2013. Nauðsynlegt er að tímagjald sé í takt við kjarasamninga þannig að NPA notendur geti greitt laun skv. þeim.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samhljóða hækkun á tímagjaldi vegna NPA þannig að tímagjald sé í takt við kjarasamninga.

2.Viðauki vegna NPA

Málsnúmer 2019090589Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun NPA notendastýrð þjónusta að upphæð kr. 45,7 milljónir vegna ársins 2019.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.

3.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019030355Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu 10 mánuði ársins frá búsetusviði, fjölskyldusviði og Öldrunarheimilum Akureyrar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

4.Fundaáætlun - velferðarráðs

Málsnúmer 2015060008Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um fundi velferðarráðs janúar - júní 2020.

5.Afskriftir lána 2014-2020

Málsnúmer 2014120067Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga fjölskyldusviðs að afskriftum lána í fjárhagsaðstoð.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

6.Jólaaðstoð 2019 - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2019110299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2019 frá Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðishernum og Hjálparstarfi kirkjunnar um styrk til jólaaðstoðar.
Meirihluti velferðarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 500 þúsund.

Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista sat hjá við atkvæðagreiðslu.

7.KAON - umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2019080501Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett, móttekið 28. ágúst 2019, frá Guðrúnu Dóru Clarke fyrir hönd KAON, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ að upphæð kr. 2 milljónir á ári næstu fimm ár vegna aukinna útgjalda félagsins.

Málið tekið fyrir að nýju en var áður á dagskrá ráðsins 20. nóvember sl.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 15:30.