KAON - umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2019080501

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1311. fundur - 20.11.2019

Erindi ódagsett, móttekið 28. ágúst 2019, frá Guðrúnu Dóru Clarke fyrir hönd KAON, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ að upphæð kr. 2.000.000 á ári næstu fimm ár vegna aukinna útgjalda félagsins.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð óskar eftir frekari upplýsingum og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og formanni verlferðarráðs að vinna málið áfram.

Velferðarráð - 1312. fundur - 04.12.2019

Erindi ódagsett, móttekið 28. ágúst 2019, frá Guðrúnu Dóru Clarke fyrir hönd KAON, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ að upphæð kr. 2 milljónir á ári næstu fimm ár vegna aukinna útgjalda félagsins.

Málið tekið fyrir að nýju en var áður á dagskrá ráðsins 20. nóvember sl.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.