Velferðarráð

1275. fundur 04. apríl 2018 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María S. Stefánsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Fjölskylduheimili.

Málsnúmer 2018040009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Vilborgar Þórarinsdóttur forstöðumanns barnaverndar dagsett 30. mars 2018 um fjölskylduheimili.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð tekur vel í hugmyndina um fjölskylduheimili og leggur til að hún verði kynnt fyrir bæjarráði.

2.Fjárhagsaðstoð 2018

Málsnúmer 2018040005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu tvo mánuði ársins.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

3.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018040006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit tveggja fyrstu mánaða ársins fyrir alla málaflokka velferðarráðs.

4.10 ára áætlun Akureyrarbæjar - velferðarráð

Málsnúmer 2018030057Vakta málsnúmer

Framhald umræðu um langtímaáætlun búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar. Áður á dagskrá 1274. fundar þann 21. mars 2018.

5.Samskipti og lífsgæði - Memaxi samskiptalausn fyrir notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl

Málsnúmer 2018010417Vakta málsnúmer

Greint frá framvindu nýsköpunar- og þróunarverkefnisins "samskipti og lífsgæði - Memaxi samskiptalausn fyrir notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl".

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður ÖA sat fundinn undir þessum lið.

6.Handbók SFV og þjónusta ÖA

Málsnúmer 2018030441Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að handbók og hagnýtum upplýsingum fyrir ÖA.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið, kynntu drögin og vinnu við aðlögun þess að starfsemi ÖA. Ráðgert er að ljúka þessari fyrstu útgáfu handbókarinnar og að hún taki gildi frá 1. maí nk.

Á vettvangi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var unnið að gerð handbókar sem ætluð er til að lýsa nánar einstökum þjónustuþáttum öldrunarheimila.

Hjá ÖA hefur verið unnið að uppsetningu handbókarinnar og bætt við skýringum og frávikum sem lúta að aðstæðum og varða þjónustu ÖA gagnvart íbúum og aðstandendum.

7.Velferðartækni - samstarf velferðarsviðs Reykjavíkur og velferðarráðs Akureyrar

Málsnúmer 2017090039Vakta málsnúmer

Stefna velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022 lögð fram til kynningar ásamt viljayfirlýsingu velferðarráða beggja sveitarfélaganna frá 7. september 2017.

Með stefnuskjalinu er Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga hérlendis að marka stefnu á sviði velferðartækni og ætlar sérstaka fjárveitingu til að koma einstökum þáttum stefnunnar til framkvæmda.

8.Þróunarverkefni um rafræna lyfjaskráningu

Málsnúmer 2014100097Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sem sat fundinn undir þessum lið, lýstu framvindu við nýsköpunar- og þróunarverkefni á sviði lyfjaumsjónarkerfis sem Þula ehf og Lyfjaverk ehf hafa unnið að síðan 2014 í samstarfi við ÖA.

Garðar Már Birgisson framkvæmdastjóri Þulu, tók þátt í fundinum í gegnum síma og kynnti verkefnið og stöðu þess frá sjónarhóli Þulu - Norrænt hugvit ehf.

Nú stendur yfir lokaáfangi verkefnisins sem varðar innleiðingu rafrænna lyfjakorta en með þeim verkþætti eru tekin ný og merkileg skref í rafvæðingu lyfjaumsjónar hér á landi. Með rafrænum lyfjakortum eykst öryggi í allri umsýslu og einföldun á verkferlum og samskiptum milli starfsfólks og apóteka eða afgreiðslu og skömmtunar lyfja.

Fundi slitið - kl. 17:00.