Fjölskylduheimili.

Málsnúmer 2018040009

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1275. fundur - 04.04.2018

Lagt fram til kynningar minnisblað Vilborgar Þórarinsdóttur forstöðumanns barnaverndar dagsett 30. mars 2018 um fjölskylduheimili.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð tekur vel í hugmyndina um fjölskylduheimili og leggur til að hún verði kynnt fyrir bæjarráði.

Bæjarráð - 3596. fundur - 26.04.2018

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 4. apríl 2018:

Lagt fram til kynningar minnisblað Vilborgar Þórarinsdóttur forstöðumanns barnaverndar dagsett 30. mars 2018 um fjölskylduheimili.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð tekur vel í hugmyndina um fjölskylduheimili og leggur til að hún verði kynnt fyrir bæjarráði.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Velferðarráð - 1282. fundur - 22.08.2018

Sif Sigurðardóttir S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

Í upphafi fundar lagði Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs til að liður 7 í fundarboði, mál nr. 2018040009 Fjölskylduheimili, yrði tekinn fram fyrir aðra liði í dagskránni.
Tillagan var samþykkt.
Lögð fram minnisblöð Vilborgar Þórarinsdóttur forstöðumanns barnaverndar dagsett 30. mars 2018 og minnisblað Vilborgar og Guðrúnar Siguðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 21. ágúst 2018 um fjölskylduheimili ásamt drögum að fjárhagsáætlun. Ennfremur skýrsla Reykjavíkurborgar um vistheimili borgarinnar og upplýsingar um kostnað.

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 4. apríl og bæjarráðs 26. apríl 2018.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Vilborg, Anna Marit og Guðrún kynntu tillögur um fjölskylduheimili. Fram kom að fjölskylduheimili myndi minnka þörf fyrir vistun barna utan heimilis. Í fjölskylduheimili yrði unnið með viðkvæmar fjölskyldur þar sem foreldrar þurfa verulegan stuðning í foreldrahlutverkinu. Fram kom að um lögbundið úrræði er að ræða, þörfin mikil og forvarnargildið ótvírætt.

Velferðarráð þakkar kynninguna og vísar málinu til bæjarráðs. Velferðarráð leggur til að málið fái framgang í fjárhagsáætlun næsta árs.

Bæjarráð - 3607. fundur - 30.08.2018

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. ágúst 2018:

Lögð fram minnisblöð Vilborgar Þórarinsdóttur forstöðumanns barnaverndar dagsett 30. mars 2018 og minnisblað Vilborgar og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 21. ágúst 2018 um fjölskylduheimili ásamt drögum að fjárhagsáætlun. Ennfremur skýrsla Reykjavíkurborgar um vistheimili borgarinnar og upplýsingar um kostnað.

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 4. apríl og bæjarráðs 26. apríl 2018.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Vilborg, Anna Marit og Guðrún kynntu tillögur um fjölskylduheimili. Fram kom að fjölskylduheimili myndi minnka þörf fyrir vistun barna utan heimilis. Í fjölskylduheimili yrði unnið með viðkvæmar fjölskyldur þar sem foreldrar þurfa verulegan stuðning í foreldrahlutverkinu. Fram kom að um lögbundið úrræði er að ræða, þörfin mikil og forvarnargildið ótvírætt.

Velferðarráð þakkar kynninguna og vísar málinu til bæjarráðs. Velferðarráð leggur til að málið fái framgang í fjárhagsáætlun næsta árs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu mættu á fund bæjarráðs og kynntu þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið og svöruðu spurningum bæjarráðsfulltrúa.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið.