Þróunarverkefni um rafræna lyfjaskráningu

Málsnúmer 2014100097

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1199. fundur - 17.12.2014

Lagt fram til kynningar samkomulag ÖA, Þulu og Lyfjavers, um þróunarverkefnið sem hlotið hefur styrk frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar.
Málinu frestað vegna forfalla Halldórs Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA.

Velferðarráð - 1222. fundur - 20.01.2016

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldór Guðmundsson greindi frá samstarfssamningi við Lyfjaver dagsettum 11. desember 2015 um annan áfanga þróunarverkefnisins um rafræna lyfjaskráningu.

Einnig kynnti framkvæmdastjóri helstu atriði í úttekt sem unnin var innan ÖA um fyrri áfanga og væntingar til næsta áfanga sem hófst í byrjun janúar 2016 og þá hagræðingarmöguleika sem verkefnið skapar.

Velferðarráð - 1275. fundur - 04.04.2018

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sem sat fundinn undir þessum lið, lýstu framvindu við nýsköpunar- og þróunarverkefni á sviði lyfjaumsjónarkerfis sem Þula ehf og Lyfjaverk ehf hafa unnið að síðan 2014 í samstarfi við ÖA.

Garðar Már Birgisson framkvæmdastjóri Þulu, tók þátt í fundinum í gegnum síma og kynnti verkefnið og stöðu þess frá sjónarhóli Þulu - Norrænt hugvit ehf.

Nú stendur yfir lokaáfangi verkefnisins sem varðar innleiðingu rafrænna lyfjakorta en með þeim verkþætti eru tekin ný og merkileg skref í rafvæðingu lyfjaumsjónar hér á landi. Með rafrænum lyfjakortum eykst öryggi í allri umsýslu og einföldun á verkferlum og samskiptum milli starfsfólks og apóteka eða afgreiðslu og skömmtunar lyfja.