Forvarnamál

Málsnúmer 2022030729

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 6. fundur - 21.03.2022

Umræður um forvarnamál á Akureyri.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Silja Rún Reynisdóttir forvarnafulltrúi hjá lögreglunni á Akureyri sátu fundinn undir þessum lið.

Starfsmenn á fræðslu- og lýðheilsusviði eru að vinna að stöðugreiningu á forvarnamálum. Í framhaldi af þeirri stöðugreiningu verði unnið með markvissum hætti að aðgerðum en mikilvægt er að samstarf við lögreglu og ábyrgðaraðila sé virkt í þeirri vinnu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vill ítreka ábyrgð handhafa vínveitingaleyfa að selja ekki ungmennum yngri en 20 ára áfengi. Í áfengislögum nr. 75/1998 segir m.a. í 18. gr.: Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt. Brot á áfengislögum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Silju Rún fyrir greinargóðar upplýsingar.

Bæjarstjórn - 3518. fundur - 01.11.2022

Umræða um stafrænt læsi í forvarnastarfi Akureyrarbæjar.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir kynnti málið. Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn telur mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á stafrænt læsi barna og ungmenna í nýrri lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og í framhaldinu í aðgerðaáætlun forvarnastarfs sem tæki þá ekki aðeins á notkun og samskiptum á miðlunum heldur einnig markaðsstarfi þeirra.

Bæjarstjórn - 3534. fundur - 17.10.2023

Bæjarfulltrúi Sunna Hlín Jóhannesdóttir leggur fram fyrirspurn um stöðu vinnu við að auka stafrænt læsi barna og ungmenna. Eftirfarandi tillaga var lögð fram í bæjarstjórn þann 1. nóvember 2022 í bæjarstjórn og samþykkt: Bæjarstjórn telur mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á stafrænt læsi barna og ungmenna í nýrri lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og í framhaldinu í aðgerðaáætlun forvarnastarfs sem tæki þá ekki aðeins á notkun og samskiptum á miðlunum heldur einnig markaðsstarfi þeirra.

Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Til máls tóku Heimir Örn Árnason og Hilda Jana Gísladóttir.
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Andri Teitsson L-lista óska bókað:

Vinna við lýðheilsustefnu er hafin og sérstök áhersla verður lögð á stafrænt læsi barna og aðgerðir þar að lútandi líkt og bæjarstjórn hefur áður bókað. Við hefðum gjarnan viljað vera komin lengra með vinnuna en raunin er, en vonandi fara tillögur að líta dagsins ljós. Málefnið verður sett á dagskrá næsta fundar fræðslu- og lýðheilsuráðs til umræðu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 40. fundur - 23.10.2023

Liður 7 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 17. október 2023:


Bæjarfulltrúi Sunna Hlín Jóhannesdóttir leggur fram fyrirspurn um stöðu vinnu við að auka stafrænt læsi barna og ungmenna. Eftirfarandi tillaga var lögð fram í bæjarstjórn þann 1. nóvember 2022 í bæjarstjórn og samþykkt: Bæjarstjórn telur mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á stafrænt læsi barna og ungmenna í nýrri lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og í framhaldinu í aðgerðaáætlun forvarnastarfs sem tæki þá ekki aðeins á notkun og samskiptum á miðlunum heldur einnig markaðsstarfi þeirra.


Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir.


Til máls tóku Heimir Örn Árnason og Hilda Jana Gísladóttir.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Andri Teitsson L-lista óska bókað:


Vinna við lýðheilsustefnu er hafin og sérstök áhersla verður lögð á stafrænt læsi barna og aðgerðir þar að lútandi líkt og bæjarstjórn hefur áður bókað. Við hefðum gjarnan viljað vera komin lengra með vinnuna en raunin er, en vonandi fara tillögur að líta dagsins ljós. Málefnið verður sett á dagskrá næsta fundar fræðslu- og lýðheilsuráðs til umræðu.


Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og frístundaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og taka aftur fyrir í ráðinu í janúar á næsta ári.

Ungmennaráð - 44. fundur - 01.11.2023

Rætt var um stafrænt læsi barna og ungmenna og þá sérstaklega í tengslum við nýju lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð fagnar því að bæjarstjórn hafi loksins ákveðið að svara kalli eftir ítrekaðar óskir um að koma á fót aukinni kennslu um stafrænt læsi og almenna upplýsingatæknikennslu. Ráðið harmar þó að þetta sé hugsað sem forvarnamál en ekki sem staðfastara fléttað inn í nám í skólunum. Augljóst er að þörfin er gífurlega mikil hjá öllum kynslóðum og aldurshópum og mun alltaf vera hjá komandi kynslóðum. Stíga þarf fast niður til jarðar í þessum efnum.

Ungmennaráð hvetur bæjarstjórn að leita til okkar og að við fáum að vera hluti að vinnu við lýðheilsustefnuna.