Ungmennaráð - kosningar 2023

Málsnúmer 2023090217

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 42. fundur - 06.09.2023

Fulltrúar tóku aukafund til að ræða kosningarnar og voru þær hugmyndir viðraðar á fundinum. Þá var rætt um breytt fyrirkomulag varðandi kosningarnar, þá aðallega í tengslum við tímasetninguna þar sem þær yrðu færðar fram í maí á næsta ári. Rætt var um rök með og á móti og allir fulltrúar sögðu sína skoðun á málinu. Það var svo einróma ákvörðun um að færa kosningarnar. Þeim fulltrúum sem hefðu átt að ljúka sínum störfum í haust var boðið að sitja fram í maí ef þeir hefðu tök og áhuga á, var þeim gefinn umhugsunarfrestur fram að næsta fundi til að taka endanlega ákvörðun. Í millitíðinni yrðu þeir boðaðir á einstaklingsfundi með umsjónarmönnum ráðsins til að ræða málin.

Ungmennaráð - 44. fundur - 01.11.2023

Nýir fulltrúar voru boðnir velkomnir á sinn fyrsta fund með ungmennaráði og kjör þeirra staðfest.


Þann 1. nóvember var skipað í þrjú sæti í ungmennaráð. Eitt sæti er enn laust en skipað verður í það fyrir næsta fund ráðsins.



Áfram sitja í ráðinu:


Anton Bjarni Bjarkason

Felix Hrafn Stefánsson

Fríða Björg Tómasdóttir

Haukur Arnar Ottesen Pétursson

Heimir Sigurpáll Árnason

Lilja Dögun Lúðvíksdóttir

Telma Ósk Þórhallsdóttir


Nýir fulltrúar eru:


Eiður Reykjalín Hjelm

Elsa Bjarney Viktorsdóttir

París Anna Bergmann Elvarsdóttir


Mættu þau öll á þennan fund.

Ungmennaráð - 47. fundur - 07.02.2024

Rætt var stuttlega um fyrirhugaðar kosningar næsta vor. Hugmyndir um lýðræðisleg kosningaform voru viðraðar, rætt var um kynningar inn í skóla og uppfærslu á kynningarmyndböndum. Viðfangsefnið verður tekið upp aftur á næstu fundum ráðsins.