Úrgangsmál - staðan 2014

Málsnúmer 2014020035

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 90. fundur - 11.02.2014

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fóru yfir stöðu málaflokksins og hvernig til hefur tekist.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að vinna málið áfram og koma með tillögur að fyrirkomulagi við losun úrgangs á gámasvæði.

Umhverfisnefnd - 91. fundur - 11.03.2014

Áframhaldandi umræður um losun úrgangs á gámasvæði og grenndarstöðvum. Forstöðumaður umhverfismála og deildarstjóri framkvæmdadeildar fóru yfir málið.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum fyrir upplýsingar um stöðu mála.

Nefndin óskar eftir frekari sundurliðun á kostnaði tengdum gámasvæðinu.

Framkvæmdaráð - 283. fundur - 14.03.2014

Kynntar hugmyndir vegna breytinga á rekstri gámasvæðisins við Réttarhvamm.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Umhverfisnefnd - 92. fundur - 15.04.2014

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fóru yfir sundurliðun kostnaðar á gámasvæði.
Ólöf Harpa Jósepsdóttir framkvæmdastjóri Flokkunar Eyjafjörður og Moltu ehf mætti á fundinn og fór yfir úrgangstölur og hugmyndir um framsetningu úrgangsupplýsinga til íbúa.

Umhverfisnefnd þakkar Ólöfu Hörpu og starfsmönnum upplýsingarnar.

Niðurstöður sýna svo ekki verður um villst að íbúar Akureyrar eru almennt að standa sig mjög vel í flokkun úrgangs. Mjög mikilvægt er að haldið sé áfram á þessari braut því fyrirsjáanlegt er að úrgangur til urðunar megi ekki verða meiri en 5% af heildarmagni árið 2025.

Starfsmönnum framkvæmdadeildar og framkvæmdastjóra Flokkunar Eyjafjörður og Moltu ehf falið að gera tillögur að kynningarefni og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

Umhverfisnefnd - 93. fundur - 13.05.2014

Áframhald umræðna um úrgangsmál. Lagðar fram tillögur að kynningu ásamt ódags. minnisblaði. Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands mætti á fundinn.

Umhverfisnefnd þakkar Helga fyrir upplýsingar sem hann veitti. Í framhaldi af fundinum gerir umhverfisnefnd ráð fyrir að kynningarátak fari í gang fljótlega þar sem áhersla verði lögð á aukna og vandaðri flokkun.

Umhverfisnefnd - 98. fundur - 18.11.2014

Umræður um stöðu málsins og næstu skref.

Umhverfisnefnd tilnefnir Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur S-lista, Óskar Inga Sigurðsson B-lista og Áshildi Hlín Valtýsdóttur Æ-lista í starfshóp sem vinna á tillögur að fyrirkomulagi um sorpmál. Umhverfisnefnd óskar eftir að framkvæmdaráð tilnefni fulltrúa sinn í starfshópinn.

Framkvæmdaráð - 296. fundur - 21.11.2014

Umhverfisnefnd hefur á fundi sínum 18. nóvember sl. óskað eftir því við framkvæmdaráð að það tilnefni fulltrúa í starfshóp sem fjalla mun um fyrirkomulag í sorpmálum.

Framkvæmdaráð tilnefnir Dag Fannar Dagsson L-lista og Njál Trausta Friðbertsson D-lista í starfshópinn.