Hrísey - fuglatalning 2014

Málsnúmer 2014010185

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 90. fundur - 11.02.2014

Tekið fyrir erindi frá hverfisráði Hríseyjar dags. 5. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir að framkvæmd verði fuglatalning í Hrísey á þessu ári en talning hefur verið gerð á 10 ára fresti frá árinu 1994.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni umhverfismála að vinna málið áfram og leggja fram framkvæmda- og kostnaðaráætlun á næsta fundi.

Umhverfisnefnd - 91. fundur - 11.03.2014

Þorsteinn G. Þorsteinsson fuglaáhugamaður lagði fram til kynningar framkvæmdaáætlun vegna fyrirhugaðrar fuglatalningar í Hrísey 2014.

Umhverfisnefnd þakkar Þorsteini kynninguna og óskar eftir að kostnaðaráætlun liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Umhverfisnefnd - 92. fundur - 15.04.2014

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála lagði fram og fór yfir tilboð frá Þorsteini G. Þorsteinssyni er varðar fuglatalningu í Hrísey sumarið 2014.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni umhverfismála að afla frekari upplýsinga um einstök atriði.

Umhverfisnefnd - 93. fundur - 13.05.2014

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti þær upplýsingar frá tilboðsgjafa Þorsteini G. Þorsteinssyni sem óskað var eftir á síðasta fundi

Umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í talningu fugla í Hrísey sumarið 2014 samkvæmt fyrirliggjandi tilboði.

Umhverfisnefnd - 99. fundur - 09.12.2014

Sverrir Thorstensen mætti á fundinn og kynnti skýrslu um fuglatalningu í Hrísey 2014 ásamt eldri fuglatalningum þar.

Umhverfisnefnd þakkar Sverri greinargóða kynningu á fuglalífi Hríseyjar 2014 og samanburði við talningar þar árin 1994 og 2004.