Hrísey - fólkvangur og fuglafriðun

Málsnúmer 2013120074

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 90. fundur - 11.02.2014

Tekið fyrir erindi frá hverfisráði Hríseyjar dags. 5. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir því að fuglafriðun verði samþykkt í Hrísey með þeirri undantekningu að verja megi varpland fyrir vargfugli og jafnframt verði skoðaðir möguleikar á friðun eyjunnar sem fólkvangs og eða annars konar friðun.

Umhverfisnefnd felur forstöðumanni umhverfismála að skoða möguleika á að hluti eyjunnar verði fólkvangur með tilteknum friðunum. Einnig óskar nefndin eftir því að Þorsteinn G. Þorsteinsson fuglaáhugamaður mæti á næsta fund nefndarinnar í mars.

Umhverfisnefnd - 91. fundur - 11.03.2014

Forstöðumaður umhverfismála fór yfir niðurstöður fyrirspurnar til Umhverfisstofnunar varðandi möguleika á einhverskonar friðun eyjarinnar til verndunar gróðursfars og fuglalífs.

Ljóst er að Umhverfisstofnun getur ekki orðið við erindi umhverfisnefndar vegna fjárskorts en mun endurskoða málið ef stofnunin fær til þess fjármagn árið 2015.