Umhverfisnefnd

65. fundur 13. september 2011 kl. 16:15 - 18:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Páll Steindór Steindórsson
  • Kolbrún Sigurgeirsdóttir
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Fyrirhuguð lokun á moltuframleiðslu í Hrísey

Málsnúmer 2011080064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hverfisráði Hríseyjar dags. 23 ágúst 2011 ásamt undirskriftarlista íbúa sem mótmæla lokun á jarðgerðarstöðinni Jóru í Hrísey.
Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, kynnti erindið frá hverfisráðinu og fór yfir þær breytingar á meðferð lífræns úrgangs í Hrísey sem fyrirhugaðar eru og áætlaðan kostnað vegna þessara breytinga.

Umhverfisnefnd lýsir yfir mikilli óánægju með að ákveðið hafi verið að hætta moltuframleiðslu í Hrísey. Þessi ákvörðun var tekin án samráðs við Hríseyinga og án þess að umhverfisnefnd væri upplýst um málið eða fengið nokkuð um ákvörðunina að segja, þrátt fyrir að fara með stefnumótun úrgangsmála í sveitarfélaginu.

2.Sorpmál - kynning á stöðu

Málsnúmer 2010120023Vakta málsnúmer

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, gerði grein fyrir stöðu mála um magn og kostnað vegna úrgangs vegna heimilissorps á fyrstu 8 mánuðum ársins.
Einnig gerði hann grein fyrir viðræðum við Gámaþjónustu Norðurlands um móttökustöð fyrirtækisins og voru nokkrar umræður um hana.

Umhverfisnefnd lýsir yfir mikilli óánægju með þann drátt sem orðið hefur á byggingu flokkunarstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands við Réttarhvamm en enn er langt í land með að verkið verði fullklárað. Vonda lykt leggur frá stöðinni, sem veldur miklum ama, auk þess sem mikið drasl og óreiða er á svæðinu. Umhverfisnefnd leggur mikla áherslu á að tímamörk þau sem GN nefnir í bréfi sínu dags. 12. september sl. standist.

3.Ósk um upplýsingar varðandi magn á úrgangi

Málsnúmer 2011090037Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Í ljósi fréttaflutnings um árangur af flokkun sorps á Akureyri í Fréttablaðinu dagana 15. og 16. ágúst sl. spyr bæjarfulltrúinn við hvaða tölur var nákvæmlega stuðst. Sérstaklega er óskað eftir aðgreiningu á sorpi sem kemur frá Akureyri annars vegar og Eyjafjarðarsvæðinu hinsvegar, en einnig heildarmagni þess sem urðað er á Stekkjarvík frá Akureyri í hverjum mánuði, sem og hvað kemur frá heimilum nú í ár samaborið við undanfarin ár.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að svara bæjarfulltrúa Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur í samræmi við bókun í 2. lið hér að framan og umræður á fundinum.

4.Loftslagsráðstefna á Akureyri - 2011

Málsnúmer 2011020004Vakta málsnúmer

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, fór yfir stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 18:30.