Sorpmál - kynningarfundir 2010

Málsnúmer 2010120023

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 224. fundur - 17.12.2010

Lagður fram 2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltúa dags. 2. desember sl. sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 9. desember sl. til framkvæmdaráðs.
Viðkomandi hafði orð á því að töluvert væri við framkvæmd sorphreinsunar að athuga, enn væri svartir ruslapokar í tunnum. Á kynningarfundi var talað um að síðar yrði kynnt betur fyrir hans húsfélagi um framkvæmdina. Ekkert hefur enn orðið af því.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að fara yfir verklag á kynningum á sorpflokkun með verktaka.

Umhverfisnefnd - 55. fundur - 20.01.2011

Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf mætti á fundinn og fór yfir stöðu innleiðingar nýs sorphirðukerfis.

Umhverfisnefnd þakkar Helga fyrir upplýsingar um stöðu innleiðingarinnar á sorphirðukerfinu.

Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista lýsti yfir miklum vonbrigðum með þá seinkun hjá Gámaþjónustu Norðurlands ehf við að afhenda íbúum bæjarins tvískiptar tunnur og ómarkvissa kynningu til bæjarbúa. Petrea Ósk fagnar því að verið sé að bæta úr þeim málum.

Umhverfisnefnd - 57. fundur - 08.03.2011

Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf mætti á fundinn og upplýsti nefndina um stöðu innleiðingarinnar á sorphirðukerfinu.

Umhverfisnefnd þakkar Helga kynninguna.

Umhverfisnefnd lýsir vonbrigðum yfir hægagangi á innleiðingu nýs sorphirðukerfis, en fagnar jafnframt þeim árangri sem hefur náðst í endurvinnslumálum.

Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista óskar bókað að hún lýsti yfir óánægju með hversu innleiðing nýja sorphirðukerfisins hefur gengið seint og illa. Auk þess skorar hún á bæjaryfirvöld að fara sem fyrst í kynningarherferð til að upplýsa bæjarbúa enn betur um nýja leið í sorphirðu.

Umhverfisnefnd - 64. fundur - 16.08.2011

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fóru yfir stöðu mála.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og mun fylgjast með áframhaldandi árangri á söfnun á endurvinnslustöðvum í bænum.

Umhverfisnefnd - 65. fundur - 13.09.2011

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, gerði grein fyrir stöðu mála um magn og kostnað vegna úrgangs vegna heimilissorps á fyrstu 8 mánuðum ársins.
Einnig gerði hann grein fyrir viðræðum við Gámaþjónustu Norðurlands um móttökustöð fyrirtækisins og voru nokkrar umræður um hana.

Umhverfisnefnd lýsir yfir mikilli óánægju með þann drátt sem orðið hefur á byggingu flokkunarstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands við Réttarhvamm en enn er langt í land með að verkið verði fullklárað. Vonda lykt leggur frá stöðinni, sem veldur miklum ama, auk þess sem mikið drasl og óreiða er á svæðinu. Umhverfisnefnd leggur mikla áherslu á að tímamörk þau sem GN nefnir í bréfi sínu dags. 12. september sl. standist.

Framkvæmdaráð - 238. fundur - 16.09.2011

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, gerðu grein fyrir stöðu mála um magn og kostnað á úrgangi vegna heimilissorps á fyrstu 8 mánuðum ársins.
Einnig var gerð grein fyrir viðræðum við Gámaþjónustu Norðurlands ehf um móttökustöð fyrirtækisins.

Framkvæmdaráð tekur undir bókun umhverfisnefndar frá 13. september sl. þar sem umhverfisnefnd lýsti yfir miklum áhyggjum með þann drátt sem orðið hefur á byggingu flokkunarstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands ehf við Réttarhvamm.

Vonda lykt leggur frá stöðinni, sem veldur miklum ama, auk þess sem mikið drasl og óreiða er á svæðinu.

Umhverfisnefnd - 68. fundur - 13.12.2011

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir stöðuna í málaflokknum.

Umhverfisnefnd þakkar bæjartæknifræðingi kynninguna.