Ósk um upplýsingar varðandi magn á úrgangi

Málsnúmer 2011090037

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 65. fundur - 13.09.2011

Fyrirspurn frá Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Í ljósi fréttaflutnings um árangur af flokkun sorps á Akureyri í Fréttablaðinu dagana 15. og 16. ágúst sl. spyr bæjarfulltrúinn við hvaða tölur var nákvæmlega stuðst. Sérstaklega er óskað eftir aðgreiningu á sorpi sem kemur frá Akureyri annars vegar og Eyjafjarðarsvæðinu hinsvegar, en einnig heildarmagni þess sem urðað er á Stekkjarvík frá Akureyri í hverjum mánuði, sem og hvað kemur frá heimilum nú í ár samaborið við undanfarin ár.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að svara bæjarfulltrúa Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur í samræmi við bókun í 2. lið hér að framan og umræður á fundinum.