Loftslagsráðstefna á Akureyri - 2011

Málsnúmer 2011020004

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 57. fundur - 08.03.2011

Umræður um fyrirhugaða loftslagsráðstefnu vinabæja Akureyrar á Norðurlöndunum sem fyrirhugað er að halda á Akureyri.

Umhverfisnefnd leggur til að loftslagsráðstefna vinabæja verði haldin haustið 2011.

Umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3267. fundur - 24.03.2011

2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 8. mars 2011:
Umræður um fyrirhugaða loftslagsráðstefnu vinabæja Akureyrar á Norðurlöndunum sem fyrirhugað er að halda á Akureyri.
Umhverfisnefnd leggur til að loftslagsráðstefna vinabæja verði haldin haustið 2011.
Umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlag allt að kr. 1.200.000 til ráðstefnuhaldsins. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Umhverfisnefnd - 59. fundur - 12.04.2011

Farið yfir hvernig vinnu við undirbúning ráðstefnunnar miðar.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum yfirferðina og felur þeim áframhaldandi vinnu við undirbúning ráðstefnunnar.

Umhverfisnefnd - 64. fundur - 16.08.2011

Kynning á stöðu mála.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum kynninguna.

Umhverfisnefnd - 65. fundur - 13.09.2011

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, fór yfir stöðu mála.

Framkvæmdaráð - 238. fundur - 16.09.2011

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, kynntu ráðstefnu vinabæjanna um samstarf í loftslagsmálum.